Sigríður Ásta Olgeirsdóttir
Aðstoðarleikstjóri
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er ung sviðslistakona sem þegar hefur komið víða við. Hún er með BA gráðu í leiklist frá Copenhagen International School of Performing Arts auk þess að hafa lagt stund á tónlistarnám frá ungaaldri. Sigríður stundað söngnám við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann í Vínarborg.
Sigríður hefur frá útskrift starfað óslitið sem sviðslistakona á íslandi, sem leikari, leikstjóri, höfundur, söngvari og listrænn ráðunautur ásamt því að kenna söng og sinna leikstjórn við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Söngskólann í Reykjavík.
Meðal leikstjórnarverkefna hennar má nefna Varstu búinn að vera að reyna að ná í mig, ópera fyrir rödd og rafhljóð eftir Guðmund Stein Gunnarsson, flutt í Fríkirkjunni vorið 2025 og Kríukroppur, útskriftarverkefni Birtu Sólveigar Söring af leikarabraut í LHÍ vor 2024. Hún var aðstoðarleikstjóri Aðventu í leikstjórn Egils Ingibergssonar, sýnt í Borgarleikhúsinu 2023 og aðstoðarleikstjóri í Dýravísum í leikstjórn David Chocron, flutt af Kammeróperunni í Kaldalóni í Hörpu. Sigríður Skrifaði einnig leikgerðina að því verki, sem samin er upp úr samnefndu sönglagi Jónasar Ingimundarsonar.
Þekking Sigríðar á heimi söngsins er henni mikilvægur fjársjóður við leikstjórnarvinnu með söngvurum. Þannig getur hún nálgast verkefni af næmni við tónlistina sem og söguna.
Sigríður var tilnefnd til Hvatningaverðlauna Grímunnar 2025 fyrir störf sín í íslenskum sviðslistum á leikárinu.
Sigríður er listamanneskja Borgarbyggðar árið 2025.
Einleikur hennar, Hulið, vann BNFN verðlaunin á RVK fringe árið 2023.