Björk Níelsdóttir

Sópran

Björk Níelsdóttir stundaði nám í klassískum söng við Tónlistarskólann í Hafnarfirði hjá dr. Þórunni Guðmundsdóttur og við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Árið 2015 útskrifaðist Björk með hæstu einkunn úr mastersnámi þaðan og fékk hún auk þess sérstaka viðurkenning fyrir listsköpun.

 Björk hefur komið fram í frumflutningi á fjöldamörgum óperum, leikuppfærslum og tónverkum í Hollandi, Þýskalandi og Íslandi.

Björk gaf út tvær hljómplötur árið 2020, hins vera fyrsta breiðskífa Gadus Morhua, Peysur og Parruk og annars vegar smáskífa Dúplum Dúós, Flowers of Evil.

Árið 2023 gaf hún út sinn fyrsta ljóðaflokk Allt er ömurlegt í flutningi Dúplum dúó, 

Einnig hefur hún túrað með Björk og Florence and the Machine sem söngkona og trompetleikari.

Björk Níelsdóttir er meðlimur í Kaja Draksler Oktett, Dúplum dúó,Gadus Morhua ,Cauda Collective og Stirni Ensemble.

Björk var valin Bjartasta Vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018 og hefur tvívegis verið tilnefnd sem söngvari ársins á Grímuverðlaununum 2019 og 2023. Einnig hlaut hún hlaut tilnefningu sem söngvari ársins hjá Íslensku tónlistarverðlaunum árið 2021.

Next
Next

Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir